Spinna tekur að sér ýmiss konar hönnun, nafnspjöld, tækisfæriskort, bæklinga, tímarit, ársskýrslur, auglýsingar fyrir prent eða skjá o.m.fl.
Spinnu rekur Auður Björnsdóttir grafískur hönnuður.

Auður Björnsdóttir grafískur hönnuður

Auður úrskrifaðist sem grafískur hönnuður 1997 úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún steig sín fyrstu skref sem grafískur hönnuður hjá skiltagerðinni Augljósrimerkingu (Signa).
Þar sá hún um hönnun merkinga á t.d. skiltum og bílnum. í Prentsmiðjunni Odda náði hún góðum tökum á hönnun og umbroti prentverka, frá nafnspjöldum til ársskýrsla.
Þaðan lá leiðin á Xeinn auglýsingastofu og svo Expó markaðsstofu. Í vor ákvað Auður að stofna sína eigin stofu Spinnu.
Í frítíma sínum hefur Auður gaman af því að ferðast með fjölskyldunni innan lands og utan, milli þess reynir hún að hoppa hæð sína við netið með Wunderblak í blakdeild HK.

Hér fyrir neðan má sjá verk frá vinnu í Odda, Xeinum og Expó

 

1990 - 1994
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
- myndlistarbraut

1994 - 1997
Myndlista- og handíðaskóli Íslands
- grafísk hönnun

1996 - haust
Academie Minerva, Groningen, Hollandi
- skiptinemi

1997 - 1998
Skiltagerðin Augljós Merking (Signa)

1998 - 2006
Prentsmiðjan Oddi hf.
- hönnunardeild

2007- 2008
Xeinn auglýsingastofa

Námskeið 2009 - 2015
- Illustratior Pro 2015
- InDesign Master Class 2014
- Pdf interactive
- Umbrot fyrir iPad og Kindle
- Joomla vefumsjónarkerfi
- Vatnslitanámskeið
- Bókakápu hönnun Myndskreytingar
- Flash
- Margmiðlun
- Dreamweaver
- Indesign
- Photoshop
- Illustrator
- Glerskurður
- Leirmótun

2012 - 2015
Expó auglýsingastofa